Ökuskóli - Ö1

Code:

About Certification Áfangi

Hvað er kennt í Ökuskóla - Ö1? Ö1 er skipt upp í 6 lotur. Hver lota fjallar um mismunandi efni: Ökunámsferlið. Bíll og búnaður. Umferðarheild. Umferðarreglur. Viðhorf gagnvart umferðinni. Umferðarskilti. Í lok hverrar lotu er 10 spurninga kaflapróf og náminu lýkur með lokaprófi úr öllu efni námskeiðsins. Við lok hverrar lotu þarf að bíða í 21 tíma þar til næsta lota opnast. Þetta gerir það að verkum að námskeiðið tekur minnst sex daga. Þetta er gert til að fylgja reglum Samgöngustofu. Styðjast má við kennslubókina „Ökunámið“. Kennslubókina má nálgast í bókbúðum eða á skiptibókamörkuðum. Ö1 þarf að taka um það leyti sem byrjað er á verklegu kennslunni. Það gefur betri sýn á það sem er að gerast fyrstu tímana í verklega hlutanum eins og t.d. um bifreiðina, umferðarmerkin, umferðarlög og umferðarhegðun. Í ökuskólanum eru kennd öll þau fög sem þarf að læra fyrir bóklega þátt ökuprófsins, auk þess sem nemendur fá að spreyta sig á æfingaprófum sem kemur sér vel.

Ökuskóli - Ö2

Code:

About Certification Áfangi

Hvað er kennt í Ökuskóla - Ö2? Ö2 er skipt upp í 6 lotur. Hver lota fjallar um mismunandi efni: Upprifjun á Ökuskóla 1. Umferðarsálfræði. Áhættuþættir umferðarinnar. Ábyrgð ökumannsins. Opinber viðurlög við brotum. Slys og skyndihjálp. Í lok hverrar lotu er 10 spurninga kaflapróf og náminu lýkur með lokaprófi úr öllu efni námskeiðsins. Við lok hverrar lotu þarf að bíða í 21 tíma þar til næsta lota opnast. Þetta gerir það að verkum að námskeiðið tekur minnst sex daga. Þetta er gert til að fylgja reglum Samgöngustofu. Styðjast má við kennslubókina „Ökunámið“. Kennslubókina má nálgast í bókbúðum eða á skiptibókamörkuðum. Ökuskóla Ö2 er best að taka um það bil tveimur mánuðum fyrir bílprófið, en bóklega prófið má taka þegar það vantar tvo mánuði í 17 ára afmælisdaginn. Í ökuskólanum eru kennd öll þau fög sem þarf að læra fyrir bóklega þátt ökuprófsins, auk þess sem nemendur fá að spreyta sig á æfingaprófum sem kemur sér vel fyrir skriflega bílprófið.

Æfingapróf

Code:

About Certification Áfangi

Nemendur sem hafa farið í gegnum Ö1 og Ö2 fá frían aðgang að æfingaprófum sem kemur sér vel fyrir skriflega bílprófið.