


Hjálpar kennurum til að nýta stafrænt nám inni í skólastofunni og undirbúa nemendur með þá færni sem þau þurfa til að ná árangri - nú og í framtíðinni. Skola.is hjálpar kennurum til að kenna nemendum með stafrænni tækni, færni sem allir nemendur þurfa að efla. Þar er stafrænt námsefni sem nemendur hafa aðgang að í gegnum kennara sinn. Samstarf við ríki og sveitarfélög gerir öllum nemendum kleift að nýta sér starfrænt nám. Kennslustundir í gegnum skola.is hjálpa kennurum að kennanauðsynleg færni og læsi. Kennarar fylgjast með námi nemenda í gegnum kennaraaðgang og styður allt námsefni við leiðsagnarnám. Skola.is býður upp á stuðning við innleiðingu og geta kennarar komið sínu eigin námsefni fyrir á skola.is
Það kostar ekkert að skrá sig sem kennari en kennarar geta eingöngu skráð sig. Þegar kennari hefur skráð sig fær hann aðgang að öllu námsefni sem er skipt niður á yngsta stig, miðstig og unglingastig grunnskóla. Einnig er námsefni fyrir nemendur framhaldsskóla. Kennari skráir sig fyrir það námsefni sem hann ætlar að nota til að kenna og býr til bekk með nemendum sínum.
Kennarar sem hafa áhuga á að koma námsefni sínu á skola.is hafa samband í Skráning námsefni.
Haft verður samband við alla sem skrá sig á námskeið þegar nægilega margir þátttakendur hafa skráð sig.
Skóla-Akademían býður kennurum á námskeið um grunnþætti skola.is. Markmiðið er að kynna kennsluaðferðir kennsluvefsins og veita kennurum innblástur í stafræna kennslu. Fyrir námskeiðið fá kennarar og skólastjórnendur sendan skráningaraðgang að skola.is sem hannað hefur verið af kennurum og Skóla-Akademíunni. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Þeir kennarar sem hafa áhuga á að sækja námskeið geta skráð sig hér fyrir neðan. Haft verður samband þegar næsta námskeið verður auglýst.